Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum

Eitt af grundvallarskjölum umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness er svokölluð Framkvæmdaáætlun Snæfellsness. Áætlunin er gerð til fimm ára í senn og þar kemur fram í hvaða verkefni sveitarfélögin muni ráðast til að bæta frammistöðu sína með tilliti til sjálfbærnivísa og umhverfismála almennt.

Árið 2013 var hafist handa við að endurnýja umrædda áætlun og stokka hana algjörlega upp frá þeirri sem fyrir var. Áætlunin hefur nú verið samþykkt í öllum þeim fimm sveitarfélögum sem að verkefninu standa. Settur er fram verkefnalisti til ársins 2018 með það í huga að auðvelda yfirsýn, sem m.a. er gert með því að hafa ákveðin þemu eftir árum. Við forgangsröðun verkefna var stuðst við vilja sveitarstjórna og íbúa sem fram kom í íbúakönnunum á vegum verkefnisins. Við gerð áætlunarinnar var leitast við að byggja á reynslu fyrri ára, hafa framsetningu einfalda og skipulega, útfæra raunhæf verkefni, tilgreina tímamörk og skilgreina ábyrgðaraðila hvers verkefnis.

Hérna er hægt að nálgast áætlunina.

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness (theo@nsv.is)