Snæfellsnes einn af hundrað grænustu áfangastöðum heims

Snæfellsnes er einn af 100 grænustu áfangastöðum heims samkvæmt nýbirtum lista sem opinberaður var í gær, 10. desember. Um er að ræða verkefni sem kallað er „Global Top 100“. Þar er tekið saman yfirlit yfir þá hundrað staði í heiminum sem þykja skara fram úr á sviði umhverfismála.  Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem hafa…

Deila

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi tilnefnd til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Í ár eru náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs tileinkuð norrænu sveitarfélagi/bæjarfélagi/samfélagi sem hefur lagt sig fram um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í víðum eða þröngum skilningi. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þrettán fulltrúum, tveimur frá hverju Norðurlandanna, einum frá Grænlandi, einum frá Færeyjum og einum frá Álandseyjum. Dómnefndin hefur nú kunngjört ákvörðun sína um hvaða svæði…

Deila

Vorboðinn ljúfi – endurnýjuð umhverfisvottun!

Það er mér sönn ánægja að tilkynna að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa hlotið endurnýjaða umhverfisvottun á starfsemi sinni frá EarthCheck samtökunum. Eins og árlegt er orðið mætti óháður úttektaraðili, Haukur Haraldsson gæðastjóri hjá Verkís, á svæðið í febrúar. Eftir tveggja daga úttekt, þar sem meðal annars var farið rækilega yfir öll þau gögn sem verkefninu…

Deila

Bláfánanum flaggað í 11. sinn við Stykkishólmshöfn

Á morgun, þriðjudaginn 2. júlí kl. 13:00, munu fulltrúar frá Landvernd afhenda smábátahöfninni í  Stykkishólmi  Bláfánann í 11. sinn.  Athöfnin fer fram við Hafnarvogina og eru íbúar og gestir Stykkishólms að sjálfsögðu velkomnir. Bláfáninn var fyrst afhendur Stykkishólmshöfn þann 13. júní 2003. Smábátahöfnin í Stykkishólmi var fyrsta höfnin til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu hér…

Deila