Umhverfisvottun Snæfellsness
Stefna og framkvæmdaáætlun
Vottunarskýrslur frá EarthCheck
Byggðasamlag Snæfellinga

Bláfánanum flaggað í sjötta sinn í Stykkishólmi

Fimmtudaginn 5. júní fékk Stykkishólmshöfn afhentan Bláfánann í sjötta sinn. Það var Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri Bláfánans sem afhenti Erlu bæjarstjóra fánann. Í ár er Bláfáninn veittur í 31 Evrópulandi og í 6 löndum utan Evrópu. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að…

Deila

Fyrst í Evrópu – fjórðu í heiminum

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær auk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, taka þann 8. júní formlega á móti vottun frá alþjóðlegu umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe. Þetta er merkur áfangi í sjálfbærnisögu Íslands, því sveitarfélögin eru þau fyrstu í Evrópu til að hljóta vottun fyrir stefnu og framkvæmd í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála…

Deila

Green Globe úttekt á Snæfellsnesi

Þann 7.- 9. apríl sl. voru úttektaraðilar frá Green Globe samtökunum staddir á Snæfellsnesi. Þeir Kjartan Bollason frá Háskólanum á Hólum og Stan Rodgers frá Ástralíu komu til að meta hvort starfsemi sveitarfélaganna fimm og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sé í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar. Vænta má nánari frétta af vottun Snæfellsness á næstu vikum. Stefán…

Deila

Krílakot flaggar Grænfánanum

Mánudaginn 4. febrúar rann stóri dagurinn upp á Krílakoti þegar Rósa Erlendsdóttir deildarstjóri í Lýsuhólsskóla og Þórunn Sigþórsdóttir umhverfisfulltrúi Snæfellsness komu og afhentu skólanum Grænfánann fyrir hönd Landverndar. Hermína K. Lárusdóttir verkefnisstjóri veitti fánanum viðtöku og Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ hjálpaði krökkunum að draga fánann að hún. Mun fáninn fá að blakta þar næstu…

Deila

Hólmarar stíga stórt skref í sorpmálum

Íbúar Stykkishólms eru byrjaðir að flokka sorp sitt mun ítarlegar en íbúar annarra sveitarfélaga. Dagana 25. og 26. janúar dreifðu starfsmenn Íslenska Gámafélagsins flokkunartunnum til íbúanna og eru nú komnar þrjár tunnur við hvert hús í bænum: Græn tunna sem ætluð er fyrir endurvinnanlegan úrgang svo sem pappa, pappír, fernur, plast og minni málmhluti. Brún…

Deila