Umhverfisvottun Snæfellsness
Stefna og framkvæmdaáætlun
Vottunarskýrslur frá EarthCheck
Byggðasamlag Snæfellinga

Endurnýjuð umhverfisvottun Snæfellsness

Gleðilegt nýtt ár! Það er ekki amalegt að hefja nýtt ár á gleðilegum fréttum af endurnýjaðri umhverfisvottun Snæfellsness. Yfir hátíðirnar endurnýjuðu vottunarsamtök EarthCheck vottun á starfsemi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi fimmta árið í röð. Þar sem þetta er í fimmta skiptið sem vottun hlýst státa sveitarfélögin sig nú af svokallaðri gullvottun EarthCheck. Ekki má þó gleyma…

Deila

Starfsemi sveitarfélaganna tekin út vegna umhverfisvottunar Snæfellsness

Frá árinu 2008 hefur Snæfellsnes verið umhverfisvottað samfélag. Eins og á svo mörgum sviðum er vottunarmálum þannig háttað að fullkomnun er aldrei náð en miklu skiptir að sífellt sé unnið að úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum á svæðinu. Þessi vinna sveitarfélaganna er árlega tekin út og metin af óháðum aðila með endurnýjun á vottun í…

Deila

Alla bíla landsins er hægt að knýja með innlendri orku

Í síðustu viku stóðu Umhverfishópur Stykkishólms, Framkvæmdaráð Snæfellsness (umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna) og Náttúrustofa Vesturlands fyrir málþingi undir heitinu „Umhverfisvænni samgöngur á Snæfellsnesi“. Umhverfishópur Stykkishólms fékk 350.000 kr. styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að standa straum af kostaði við málþingið. Nokkrir helstu sérfræðingar landsins á sviði orkugjafa í samgöngum voru fengnir til Stykkishólms, þar sem þeir…

Deila