Ferli í átt að vottun

Að hljóta EarthCheck umhverfisvottun

Umsækjendur um umhverfisvottun EarthCheck ganga í gegnum þríþætti ferli:

 1. Skráning í vottunarkerfi EarthCheck. Undirbúningur að næsta ferli, stefnumótun og fleira.
 2. Mælingar á tölulegum vísum og gerð framkvæmdaáætlunar. Eftir mælingar í eitt ár eru niðurstöður sendar til vottunarsamtakanna, sem meta hvort lágmarksviðmiðum hafi verið mætt. Ef svo er fer verkefnið í þriðja þrepið.
 3. Vottun frá EarthCheck. Viðurkenndur óháður vottunaraðili tekur starfsemina út og kannar hvort stöðlum EarthCheck sé mætt og hvort framkvæmdaáætlun sé uppfyllt. Sé svo, er veitt vottun til eins árs í senn. Vottun felur ekki í sér að viðkomandi aðili hafi náð fullkomnun heldur að hann hafi uppfyllt grunnviðmið og skuldbindi sig til að vinna að stöðugum úrbótum.

Sjálfbærnivísar

Árlega skilar samfélagið mælanlegum upplýsingum um frammistöðu sína á eftirfarandi sviðum og skal stefnt að stöðugum úrbótum, sérstaklega þar sem frammistaðan er ekki metin framúrskarandi.

 • Losun gróðurhúsalofttegunda
 • Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun.
 • Stjórnun ferskvatnsauðlinda.
 • Verndun og stjórn vistkerfa.
 • Stjórnun félagslegra og menningarlegra áhrifa ferðaþjónustunnar.
 • Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu.
 • Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu.
 • Verndun loftgæða og stjórnun hávaða.
 • Stjórnun fráveitumála og ofanvatns.
 • Lágmörkun úrgangs, endurnýting og endurvinnsla.
 • Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu.
 • Verndun menningarminja.

Auk þessara fyrirfram ákveðnu vísa getur hvert samfélag búið sér til sína eigin vísa sem fylgst verður með. Sem dæmi má nefna að á Snæfellsnesi er mæld sú endurnýjanlega orka sem framleidd er á svæðinu og sama er að segja um endurnýjanlega orku sem neytt er á svæðinu. Hér má fræðast betur um sjálfbærnivísana á Snæfellsnesi.

Deila
15/09/2012