Erla Friðriksdóttir, hafnarstjóri, Hrannar Pétursson, hafnarvörður
og Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri Bláfánans.
Ljósmynd: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir fyrir Stykkishólmsbæ.

Bátahöfninni í Stykkishólmi hefur verið veittur Bláfáninn 2007. Þetta er í fimmta sinn sem Stykkishólmshöfn er afhentur Bláfáninn en höfnin var fyrsta höfnin á Íslandi til að fá afhentan fánann. Fáninn er vitnisburður um að kappkostað er að vernda umhverfið, tryggja öryggi gesta og góða aðstöðu við höfnina og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Þessi viðleitni á að treysta verndun náttúrunnar í höfninni og bæta gæði þess sem höfnin og umhverfi hennar hefur upp á að bjóða og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja höfnina til hagsbóta.

Deila