Þátttakendur í verkefninu hvíla sig í berjalaut. Frétt af www.snb.is.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fékk 8. bekk grunnskóla Snæfellsbæjar ásamt umsjónarkennara til liðs við sig s.l. fimmtudag við að stika gömlu leiðina um Efstaveg frá Beruvíkurlæk og suður undir afleggjarann við Djúpalónssand. Sæmundur Kristjánsson stýrði verkinu og vannst það vel enda krakkarnir hörkuduglegir og skiluðu verkinu með sóma. Nú hefur verið lokið við að stika allflestar þær gönguleiðir í þjóðgarðinum sem fyrirhugað er að stika og næsta vor verður komið upp merkingum við þær með helstu upplýsingum m.a. um lengd og hversu erfiðar þær eru.

 

Deila