Þann 7.- 9. apríl sl. voru úttektaraðilar frá Green Globe samtökunum staddir á Snæfellsnesi. Þeir Kjartan Bollason frá Háskólanum á Hólum og Stan Rodgers frá Ástralíu komu til að meta hvort starfsemi sveitarfélaganna fimm og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sé í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar. Vænta má nánari frétta af vottun Snæfellsness á næstu vikum.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS í Borgarnesi, hefur verið einn aðal ráðgjafi verkefnisins frá upphafi. Hann hefur sett inn á heimasíðu sína skemmtilega frásögn af úttektarvinnunni. Fréttina má finna hér.

Deila