Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri, og Sigrún Pálsdóttir með fána ársins 2008.
Ljósmynd: Arna Sædal Andrésdóttir

Fimmtudaginn 5. júní fékk Stykkishólmshöfn afhentan Bláfánann í sjötta sinn. Það var Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri Bláfánans sem afhenti Erlu bæjarstjóra fánann. Í ár er Bláfáninn veittur í 31 Evrópulandi og í 6 löndum utan Evrópu. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn er tákn um að umhverfismál, öryggismál og umhverfisfræðslumál eru í hávegum höfð hjá handhöfum fánans.

Deila