Loks hefur vinna við uppfærslu heimasíðu Framkvæmdaráðs skilað árangri og hér er nú hægt að fræðast ítarlega um EarthCheck umhverfisvottunina á Snæfellsnesi.

Mikil umræða hefur átt sér stað um umhverfisvottanir á Íslandi á síðustu misserum og mikið gleðiefni hversu mörg sveitarfélög á landinu sýna verkefninu áhuga. Meðal annars má nefna að Fjórðungsþing Vestfjarða samþykkti nýlega tillögu þess efnis að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli EarthCheck undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ennfremur var í september samþykkt ályktun á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að sveitarfélög á Vesturlandi hefji undirbúning að umhverfisvottun Vesturlands.

Deila