Fréttir

Bláfáninn í Stykkishólmi í tíunda sinn

Stykkishólmshöfn hlaut í dag Bláfánann tíunda árið í röð. Höfnin hefur verið með í Bláfánaverkefninu á Íslandi frá upphafi.
Sólin skein þegar Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms, tók við viðurkenningarskjalinu frá fulltrúa Landverndar, Guðmundi Inga.
Deila