Í ár eru náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs tileinkuð norrænu sveitarfélagi/bæjarfélagi/samfélagi sem hefur lagt sig fram um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í víðum eða þröngum skilningi. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þrettán fulltrúum, tveimur frá hverju Norðurlandanna, einum frá Grænlandi, einum frá Færeyjum og einum frá Álandseyjum.

Dómnefndin hefur nú kunngjört ákvörðun sína um hvaða svæði hún tilnefnir til verðlaunanna árið 2014. Alls bárust þrjátíu tilnefningar frá almenningi og dómnefndin hefur valið þrettán þar út. Meðal þessara þrettán svæða eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi og höfum við því færst örlítið nær markinu.

Endanlega ákvörðun um vinningshafann verður tekin í september en gerð opinber þann 29. október 2014 á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

Frekari upplýsingar um verðlaunin er að finna á www.norden.org.

Þau þrettán svæði sem nefndin hefur tilnefnt eru:

 

  • Lokalsamfunnet Gjógv (Færøerne)
  • Gladsaxe, sveitarfélag (Danmörk)
  • Hallstahammars, sveitarfélag (Svíþjóð)
  • Jyväskylä, bær (Finnland)
  • Lejre, sveitarfélag (Danmörk)
  • Iin Kunta / Ljo, sveitarfélag (Finnland)
  • Middelfart, sveitarfélag (Danmörk)
  • Reykjavík, sveitarfélag (Ísland)
  • Saligaatsoq – Avatangiiserik, verkefni (Grænland)
  • Skaftholt í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Ísland)
  • Snæfellsnes, samstarf fimm sveitarfélaga (Ísland)
  • Sólheimar (Ísland)
  • Växjö, sveitarfélag (Svíþjóð)
Deila