Næstu vikurnar mun verkefnið Margnota Snæfellsnes standa yfir og biðjum við þig kæri íbúi að taka virkan þátt, í vinnunni, á heimilinu eða á ferðinni. Sem framleiðendur og neytendur er það undir okkur komið að líta í kringum okkur, sjá hvað má fara betur og hvernig við getum unnið í sameiningu. Verum hagnýtari og fyrirmyndir fyrir hvort annað og komandi kynslóðir. Margnota lífstíll borgar sig margfalt fyrir samfélag, efnahag og umhverfi — þetta tvinnast allt saman!

Íbúar á öllum aldri eru hvattir til þess að taka þátt í þessari skapandi hugmyndasamkeppni í tengslum við verkefnið. Frekari upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér að neðan:

Deila