Eitt af grundvallarskjölum umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness er svokölluð Framkvæmdaáætlun Snæfellsness. Áætlunin er gerð til fimm ára í senn og þar kemur fram í hvaða verkefni sveitarfélögin muni ráðast til að bæta frammistöðu sína með tilliti til sjálfbærnivísa og umhverfismála almennt.

Áætlunin hefur nú verið samþykkt í öllum þeim fimm sveitarfélögum sem að verkefninu standa. Settur er fram verkefnalisti til ársins 2022 með það í huga að auðvelda yfirsýn, sem m.a. er gert með því að hafa ákveðin þemu eftir árum.

Við gerð áætlunarinnar var leitast við að byggja á reynslu fyrri ára, hafa framsetningu einfalda og skipulega, útfæra raunhæf verkefni, tilgreina tímamörk og skilgreina ábyrgðaraðila hvers verkefnis.

Hægt er að nálgast Framkvæmdaáætlun vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna fimm hér.

Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar (gudrun@nsv.is)

Deila