Ýmislegt á sér stað yfir hátíðirnar og það þarf að huga að mörgu; svo sem jólagjöfum, skreytingum, flugeldum, matargerð, bakstri, veislum og jafnvel ferðalögum. Þar fyrir utan þarf einnig að halda utan um daglegt líf heimilisins og vinnu.

Þessu fylgir aukin úrgangslosun heimilanna, en hún er aldrei jafn mikil á íbúa og yfir hátíðirnar. Því er mikilvægt að flokka allt endurvinnanlegt en einnig að skipuleggja innkaupin og versla ekki með offorsi – förum sparlega með peningana og minnkum matarsóun. Endurvinnanlegar umbúðir og úrgangur er hráefni sem skilar sér til samfélagsins, en því þarf fyrst að koma í réttar hendur.

Gámastöðvar sveitarfélaganna eru opnar að einhverju leyti yfir hátíðirnar og má finna opnunartímana á síðum þeirra:
Grundarfjarðarbær (Íslenska Gámafélagið)
Stykkishólmsbær (Íslenska Gámafélagið)
Snæfellsbær (Gámaþjónusta Vesturlands)

Einnig er hægt að nálgast flokkunarleiðbeiningar gámafyrirtækjanna hér:
Íslenska Gámafélagið
Gámaþjónusta Vesturlands

Gleðilega hátíð!

Deila