Frábær þátttaka var á strandhreinsun á Snæfellsnesi um helgina. Strandhreinsunarverkefnið var hluti af Norræna strandhreinsideginum, en hreinsanir voru einnig á tveim öðrum landsvæðum.
Á Snæfellsnesi var hreinsað á fjórum svæðum í góðu veðri: við Grundarkamp í Grundarfirði, Fúluvík og nágrenni í Stykkishólmi og á tveim svæðum í Snæfellsbæ; á Hraunlandarifi við Breiðavík og Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Alls tóku þátt um 100 manns, bæði Snæfellingar og gestir, og skemmtu sér vel. Gróft áætlað var heildarmagn þess rusls sem fjarlægt var úr náttúru Snæfellsness þennan dag um tíu tonn. Mest bar á netadræsum og plastbútum, stórum og smáum, og var hluti þeirra augljóslega búinn að vera lengi úti í náttúrunni.
Ávinningur verkefnisins er töluverður og þá sérstaklega fyrir fugla og annað dýralíf, en einnig fyrir okkur sjálf, ásýnd svæðisins og náttúruna. Mikilvægt er að við girðum fyrir losun sorps út í náttúruna og að við höldum áfram að vera dugleg að hreinsa landið okkar. Þannig verndum við okkar dýrmætu náttúru og njótum útivistar betur.
Hér má sjá nokkrar myndir af afrekunum þennan sólríka dag:
-
-
Leiðtogi hreinsunarinnar í Stykkishólmi, Gísli Pálsson, ávarpar hópinn fyrir hreinsun (ljósm. GMM)
-
-
Hreinsað í Fúluvík Stykkishólmi (ljósm. SÁ)
-
-
Netadræsa sem íbúar voru fegnir að losa úr náttúrunni (ljósm. GMM)
-
-
Tekið til hendinni í Fúluvík (ljósm. GMM)
-
-
Hreinsað meðfram veginum (Ljósm. GMM)
-
-
Hluti af því sem safnaðist í Stykkishómli (Ljósm. GP)
-
-
Hluti af hópnum sem hreinsaði í Stykkishólmi (ljósm. RAS)
-
-
Hópur á Grundarkampi (ljósm. GMM)
-
-
Björg bæjarstjóri, Marta skátahöfðingi Íslands ásamt hópi af fólki hreinsa í Grundarfirði (ljósm. GMM)
-
-
Allir aldurshópar tóku þátt og höfuð gaman af (ljósm. GMM)
-
-
Hreinsað meðfram veginum (ljósm. GMM)
-
-
Marta skátahöfðingi Íslands leiðir hreinsunina í Grundarfirði (ljósm. TFK)
-
-
Hluti af hópnum sem hreinasði í Grundarfirði, sátt með daginn (ljósm. TFK)
-
-
Kúlur dregnar upp land í Beruvík (ljósm. KB)
-
-
Jón Þjóðgarðsvörður, leiðtogi hreinsunarinnar í Beruvík og Jón Grétar sáttir með daginn (ljósm. KB).
-
-
Ruslahrúga sem þarf að fjarlægja í Beruvík (ljósm. KB)
-
-
Sendiherra Noregs Hilde Svartdal Lunde og maðurinn hennar, Bård Lunde ásamt afrakstri dagsins í Beruvík (ljósm. SBL)
-
-
Hópurinn í Beruvík fær sér hressingu í lok dags (ljósm. JB)
-
-
Ari Bent og Kristinn bæjarstjóri Snæfelbæjar með olíutunnu fulla af svartolíu í Beruvík (ljósm. JB)
-
-
Hópurinn sem hreinsaði í Beruvík, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (Ljósm. JB)
-
-
Annar leiðtogi hreinsunarinnar á Hraunlandarifi, Eygló Kristjánsdóttir, og nágranni hennar á Litla-Kambi (ljósm. EK)
-
-
Hluti af því sem safnaðist á Hraunlandarifi (ljósm. EK)
-
-
Fleiri en mannfólkið hjálpa til (ljósm. EK)
-
-
Net gróið í land fjarlægt (ljósm. GMM)
-
-
Stærðarinnar net dregið meðfram Hraunlandarifi (ljósm. GMM)
-
-
Hluti af því sem safnaðist á Hraunlandarifi (ljósm. GMM)
-
-
Hluti af hópnum sem hreinsaði í Hraunlandarifi, Breiðuvík (ljósm. EK).