function change_read_more_text($more) { return '... Your Custom Text'; } add_filter('excerpt_more', 'change_read_more_text'); Lesa meira

Áreiðanleg umhverfismerki á hreinsivörum og pappír eru okkur á Snæfellsnesi mikilvæg. Margir kannast eflaust við umhverfismerki eins og Svaninn, Evrópska blómið eða Bláa engilinn. En hvað þýðir það þegar vara er með áreiðanleg umhverfismerki?

Umhverfismerkt vara sýnir að hún er í hæsta gæðaflokki, staðfest með úttekt þriðja aðila. Metið er út frá því hvernig varan mætir ákveðnum viðmiðum um kröfur til hráefnis, framleiðslu (t.d. orkunotkun, vatnsnotkun), endingartíma, dreifingu og förgun. Viðmiðin eru jafnframt hert á nokkurra ára fresti til þess að halda í bætta þróun í framleiðslu. Vörur merktar áreiðanlegum umhverfismerkjum gefa okkur þann möguleika á að velja skárri kost gagnvart umhverfi og samfélagi.

Fyrirtæki og einstaklingar sýna samfélagslega ábyrgð þegar þeir velja umhverfismerkta vörur þar sem þær standa til boða. Einnig hvetur eftirspurn eftir umhverfismerktum vörum framleiðendur til þess að huga að því að fylgja viðmið um umhverfis- og samfélagslegar kröfur.

Ennfremur er hægt að velja vörur sem eru e.t.v. ekki með umhverfismerki en samt sem áður skárri hvað efnasamsetningu, endingu og umbúðir varðar. Til dæmis að nota sápustykki í stað fljótandi einnota sápu í pumpu, eða fljótandi sápu í áfyllingum.

Við hvetjum ykkur til að velja umhverfismerktar og umhverfisvænni vörur!

Deila