function change_read_more_text($more) { return '... Your Custom Text'; } add_filter('excerpt_more', 'change_read_more_text'); Lesa meira

Umhverfisvottunarverkefnið óskar eftir tillögum að verkefnum í framkvæmdaáætlun 2021-2025

Undirbúningur að framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi vegna verkefna í þágu umhverfis og samfélags er hafinn. Í henni koma fram verkefni sem hvert sveitarfélag og umhverfisvottunarverkefnið stefna á að fara í næstu fimm árin. Til dæmis má nefna fyrrum verkefni:

  • Fræðsla um umhverfismál í skólum.
  • Breyting á orkugjöfum.
  • Minnkun á plastnotkun í rekstri sveitarfélags.

Skoðun og hugmyndir íbúa eru okkur mikilvæg og því óskum við eftir tillögum að verkefnum frá ykkur. Verkefnin geta verið framlag til umhverfis eða samfélags og samstarfsverkefni með félögum eða fyrirtækjum.

Allar tillögur berast til Guðrúnar Magneu, verkefnastjóra umhverfisvottunar:

Tölvupóstfang: gudrun@nsv.is

Sími: 433-8121

Deila