function change_read_more_text($more) { return '... Your Custom Text'; } add_filter('excerpt_more', 'change_read_more_text'); Lesa meira

Við á Snæfellsnesi höfum verið dugleg að fjalla um framfarir okkar í úrgangsmálum, þ.e.a.s. skrefin sem við tókum fyrir rúmum áratug með bættri endurvinnslu við heimili og á gámastöðvum. Síðastliðin 10 ár hefur endurvinnsluhlutfallið á Snæfellsnesi verið á bilinu 40-50%. Á næstu misserum eru tímamót í úrgangsstjórnun á Íslandi með innleiðingu hringrásarhagkerfis, samræmdri flokkun og nýju greiðslukerfi fyrir úrgang. Við á Snæfellsnesi sláum ekki slöku við og ætlum að taka stór skref til að bæta frammistöðu okkar í úrgangsmálum.

Lykillinn að því að ná settum markmiðum er að vita nákvæmlega hver staðan er og hefur verið. Hér koma nokkrar töflur sem sýna magn úrgangs sem kom frá Snæfellsnesi árið 2021. Hvernig getum við gert betur?

Magn úrgangs eftir sveitarfélögum og hlutfall úrgangs í urðun og endurvinnslu. Tölur frá Íslenska gámafélaginu (ÍGF) og Terra, unnið af umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness.
Magn úrgangs á hvern íbúa eftir sveitarfélögum og flokkum í urðun og endurvinnslu. Tölur frá ÍGF og Terra.

Vissulega hefur endurvinnsla aukist, en úrgangsmagn hefur einnig aukist. Til samanburðar við úrgangmagn í dag var heildarmagn úrgangs ´frá Snæfellsnesi árið 2012 2.432.070 kg og hlutfall endurvinnslu 44%. Magn úrgangs og endurvinnsluhlutfall sveiflast á milli ára, enda er svo margt sem hefur áhrif, t.d. iðnaður, fjöldi ferðamanna og íbúa, fræðsla um flokkun og framkvæmdir.

Framundan eru breytingar í úrgangsmálum á Íslandi. Með breyttum lögum um úrgangsmál er það á ábyrgð sveitarfélaga að innleiða hringrásarhagkerfi, breytt greiðslukerfi fyrir úrgangslosun (borgað-þegar-hent-er) og nýtt flokkunarkerfi við heimilin, þ.e. að fjórir úrgangsflokkar verði við heimilin. Allt eru þetta stór og mikilvæg skref í árangursmeiri úrgangsstjórnun og mun taka tíma að aðlagast þeim. Miklu máli skiptir að íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög standi saman í að ná þeim sameiginlegu markmiðum sem ráðuneytið hefur sett og við aðlögum okkur að þeim. Það kallar á hugarfarsbreytingu og breyttum lífstíl – hættum að koma fram við allan úrgang sem rusl, og lítum á hann sem hráefni.

Úrgangstölur Grundarfjarðar skipt niður eftir úrgangsflokkum og staðsetningu. Tölur frá ÍGF.
Úrgangstölur Stykkishólms og Helgafellssveitar skipt niður eftir úrgangsflokkum og staðsetningu. Tölur frá ÍGF.
Úrgangstölur Snæfellsbæjar skipt niður eftir úrgangsflokkum og staðsetningu. Tölur frá Terra.
Úrgangstölur Eyja- og Miklaholtshrepps skipt niður eftir úrgangsflokkum. Tölur frá Terra.
Deila