- í átt að sjálfbærara samfélagi

Töluleg gögn

Á þessari síðu birtast lykiltölur sem gefa yfirsýn yfir auðlindanotkun og umhverfismál á Snæfellsnesi. Hér má meðal annars finna upplýsingar um úrgangslosun, orkunotkun, hlutfall umhverfismerktra vara og það landsvæði sem er friðlýst. Gögnin eru uppfærð reglulega eftir því sem nýjar tölur liggja fyrir og eiga að tryggja auðveldan aðgang að áreiðanlegum og nýjum upplýsingum um sjálfbærnimál

Best er að skoða gögnin í tölvu.

 

Úrgangur

Úrgangstölur eru byggðar á útreikningum frá gámaþjónustufyrirtækjum á Snæfellsnesi. Tölur eru birtar með fyrirvara um villur, á ábyrgð verkefnastjóra.

Mynd 1. sýnir magn úrgangs frá heimilum á Snæfellsnesi, eftir sveitarfélögum. Flokkun heimila er almennt góð og þar sem sérsöfnun er á pappír, plasti og lífrænum úrgangi fer um helmingur úrgangsins í endurvinnslu eða moltugerð. Þó sé tækifæri til að auka þetta hlutfall enn frekar. Mikilvægt er þó að horfa ekki aðeins til flokkunar, heldur einnig að draga úr úrgangsmyndun.

Mynd 2. sýnir heildarmagn úrgangs á öllu Snæfellsnesi. Á myndinni má sjá nokkrar sveiflur sem tengjast fyrst og fremst breytingum í atvinnulífi. Lækkun á endurvinnanlegum úrgangi má meðal annars rekja til stöðvunar á tilraunaverkefni skelveiðum í Stykkishólmi, en mikil hækkun á úrgangi til urðunar fram til ársins 2019 tengist bæði auknum byggingaframkvæmdum á Snæfellsnesi og hraðri þróun ferðaþjónustu á svæðinu.

Innkaup sveitarfélaganna

Hlutfall umhverfismerktra vara, hreinsi- og hreinlætisvara annars vegar og hreinlætis- og skrifstofupappírs hins vegar.

Mynd 3. sýnir hlutfall umhverfismerktra hreinsi- og hreinlætisvara, eftir flokkum. Hlutfall slíkra vara sveiflast töluvert á milli ára, en einnig þarf að horfa til magns þegar sett eru markmið tengd hreinsivörum. Umhverfismerktar vörur innihalda almennt minna af skaðlegum efnum og hafa minni áhrif á lífríki og vatn. Fyrirtæki sem selja slíkar vörur fara eftir ákveðnum stöðlum, t.d. varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun og vatnsnotkun við framleiðslu.

Mynd 4. sýnir hlutfall umhverfismerkts skrifstofu- og hreinlætispappírs. Nær allur pappír sem sveitarfélögin kaupa er umhverfismerktur, og framboðið af honum er mikið.

Orkunotkun

Upplýsingar um raforkunotkun og hitaveitunotkun á Snæfellsnesi. Upplýsingar um raforkunotkun koma frá RARIK og upplýsingar um notkun Stykkishólmsveitu koma frá Veitum.

Mynd 5. sýnir rafmagnsnotkun á dreifineti á öllu Snæfellsnesi. Mikið er um mun á milli sveitarfélaga vegna „kaldra svæða“ sem hita með rafmagni og þeirra sem nota hitaveitu, auk mismunandi atvinnustarfsemi.

Mynd 6. sýnir magn hitaveituvatns úr Stykkishólmsveitu við Hofsstaði. Meirihluta vatnsins er skilað aftur í niðurrennslisholuna við Ögur, og það magn hefur aukist með árunum.

Friðlýst svæði

Upplýsingar um friðlýst svæði á Snæfellsnesi má finna á heimasíðu Náttúruverndarstofnunar.