Snæfellsnes er ríkt af menningu og fjölbreyttri náttúru. Náttúrulegum búsvæðum stafar helst ógn af loftslagsvánni, framfærslu votlendis, breytingum á vatnasviðum, óhóflegri beit með tilheyrandi gróður- og jarðvegseyðingum og ágengum tegundum.

Ákvarðanatökur og stefnumótun stjórnsýslueininga skipta þar sköpum og mikilvægt að hafa þær áhættur í huga sem gætu haft áhrif á þessa þætti. Skipulag landnotkunar er mikilvægur þáttur umhverfismála, enda tengist hann m.a. vernd og eyðingu búsvæða ásamt mögulegum uppsprettum mengunar.

Áhættumat Snæfellsness vegna umhverfisvottunar dregur fram áhættuþætti sem eru skilgreindir út frá lykilsviðunum 12 samkvæmt staðli EarthCheck:

 1. Orkunýting,- sparnaður- og stjórnun
 2. Losun gróðurhúsalofttegunda
 3. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
 4. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
 5. Stjórnun fráveitumála og yfirborðsvatns
 6. Verndun og stjórnun vistkerfa
 7. Skipulags- og byggingarmál
 8. Samgöngur
 9. Stjórnun úrgangs í föstuformi
 10. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
 11. Stjórnun félags- og menningarmála
 12. Stjórnun efnahags
Deila