Byggðasamlag Snæfellinga
Byggðasamlags Snæfellinga er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi – Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms. Samlagið hefur það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun svæðisins með sameiginlegri vinnu á sviðum umhverfis, menningar, samfélags og efnahags.
Byggðasamlag Snæfellinga
Byggðasamlag Snæfellinga er samstarf sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms. Samlagið hefur það að markmiði að efla byggð og bæta þjónustu á svæðinu, meðal annars með því að reka sameiginlega þjónustueiningar. Í stjórn Byggðasamlagsins sitja sveitarstjórar ofangreindra sveitarfélaga. Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur eftirtalinna stofnana og verkefna, auk EarthCheck verkefnisins, fyrir hönd sveitarfélaganna sem aðilar eru að byggðasamlaginu.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga veitir félagslega og skólaþjónustu fyrir íbúa sveitarfélaganna sem tilheyra Byggðasamlaginu. Þjónustan felur í sér barnavernd, félagslega liðveislu og sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappadæla er staðsett í Norska húsinu, við Hafnargötu 5 í Stykkishólmi. Húsið, sem byggt var úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832, er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla gegnir mikilvægu hlutverki í varðveislu og miðlun menningararfs á Snæfellsnesi. Með því að bjóða upp á sýningar og fræðslu um sögu og menningu svæðisins stuðlar safnið að aukinni vitund og áhuga á menningarverðmætum svæðisins. Þetta hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu, þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast og upplifa menningu og sögu Snæfellsness.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði og býður upp á nám til stúdentsprófs. Skólinn leggur áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í námi og kennslu. FSN er UNESCO-skóli, en UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi SÞ, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi, auk þess að styðja við grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá. Hann er mikilvægur þáttur í menntun og þróun svæðisins.