- í átt að sjálfbærara samfélagi

Markmið og framkvæmdaáætlun

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi vinna saman að fimm ára framkvæmdaáætlun sem byggir á fyrri frammistöðu og svæðisbundnum áhættuþáttum til að bæta umhverfis- og samfélagsstarf.

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness

Markmið næstu mánaða og ára eru að efla enn frekar umhverfis- og samfélagsstarf á Snæfellsnesi með stuðningi vottunarkerfisins. Sveitarfélögin á svæðinu vinna saman að sameiginlegri framkvæmdaáætlun til fimm ára í senn, sem tryggir markvissa og skipulega framþróun. Slík áætlun þarf að byggja bæði á frammistöðu fyrri ára, sem kemur fram í frammistöðu- og úttektarskýrslum, og á mati á svæðisbundnum áhættuþáttum.

Áhættuþættir eru metnir í ljósi samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra aðstæðna á Snæfellsnesi, svo sem íbúaþróunar, atvinnuhátta, ferðamennsku, loftslagsbreytinga og verndunar náttúruauðlinda. Með þessu móti er hægt að tryggja að áætlunin taki mið af raunverulegum þörfum og áskorunum svæðisins.

Í framkvæmdaáætluninni eru skilgreind verkefni sem sveitarfélögin munu hrinda í framkvæmd næstu árin. Áætlunin er þó lifandi skjal sem endurskoðað er reglulega; hún er nákvæmust fyrir næsta ár, en heldur jafnframt utan um langtímamarkmið sem miða að sjálfbærri þróun og bættri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti svæðisins.

Ert þú með ábendingu?

Ábendingar frá samfélaginu skipta lykilmáli. Íbúar, fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar þekkja best sínar þarfir, hugmyndir og tækifæri til umbóta – og við viljum heyra frá ykkur. Þín rödd getur haft bein áhrif á það hvaða verkefni komast á áætlun og hvernig við nýtum sameiginlegar auðlindir til framtíðar.

Við hvetjum því alla sem hafa hug á að leggja sitt af mörkum til að senda okkur ábendingar um verkefni eða málefni sem tengjast sjálfbærnimarkmiðum og snerta daglegt líf á Snæfellsnesi – hvort sem það er um náttúruvernd, samfélagsmál, menningu eða atvinnulíf.

Saman mótum við framtíð Snæfellsness á sjálfbæran og ábyrgan hátt.