function change_read_more_text($more) { return '... Your Custom Text'; } add_filter('excerpt_more', 'change_read_more_text'); Lesa meira

Íbúar Stykkishólms eru byrjaðir að flokka sorp sitt mun ítarlegar en íbúar annarra sveitarfélaga. Dagana 25. og 26. janúar dreifðu starfsmenn Íslenska Gámafélagsins flokkunartunnum til íbúanna og eru nú komnar þrjár tunnur við hvert hús í bænum:

  • Græn tunna sem ætluð er fyrir endurvinnanlegan úrgang svo sem pappa, pappír, fernur, plast og minni málmhluti.
  • Brún tunna undir lífrænan úrgang.
  • Grá tunna fyrir almennan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna.

Starfsmenn Íslenska gámafélagsins og forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa kynnt flokkunina á fundum. Í kjölfarið á þeim gengu starfsmenn fyrirtækisins í hvert hús í bænum til frekari kynningar og til svara þeim spurningum sem brunnu á bæjarbúum varðandi verkefnið. Flokkunin kallar á nýjar lausnir bæði innan dyra og utan, t.d. varðandi staðsetningu sorpíláta. Íbúar Stykkishólms tóku þessum heimsóknum vel og virðast flestir jákvæðir gagnvart þessum breytingum.

Stykkishólmur er fyrst allra sveitarfélaga á landinu sem gerir svona átak. Með því er stigið stórt skref til minnkunar þess úrgangs sem fer frá Stykkishólmi til urðunar í Fíflholtum en sveitarfélagið hefur að undanförnu sent 55 tonn af sorpi á mánuði til urðunar eða tæp 700 tonn á ári. Markmiðið er að minnka umfang úrgangs sem fer til urðunar um 60% og allt að 80% á innan við þremur árum.

Vinstri mynd: Græna tunnan. Hægri mynd: Gretar D. Pálsson, forseti bæjarstjórnar, tekur við fyrstu tunnunum. Ljósmyndir: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir.

Deila