Silfurmerki umhverfisvottunar Snæfellsness 2012

Eins og vonandi allir vita hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi státað sig af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Rétt fyrir jólin kom á svæðið úttektaraðili, Haukur Haraldsson frá Almennu verkfræðistofunni, til þess að fara yfir vinnu síðasta árs og meta svæðið með mögulega endurnýjun á vottun í huga. Þann 16. janúar sendu svo EarthCheck vottunarsamtökin tilkynningu um að vottun hefði náðst fyrir árið 2012.

Nú skartar Snæfellsnes því nýju merki fyrir árið 2012. Til hamingju Snæfellingar!

Með þessu hefur grunnur verkefnisins verið treystur enn frekar. Framtíðarsýn verkefnisins er sterk hvað varðar fjölbreytt verkefni, kynningarstarf og mögulega útvíkkum til fleiri sveitarfélaga, meira um það síðar. Frekari árangri verður þó vart náð nema með nema með virkri þátttöku starfsfólks sveitarfélaganna og íbúa á svæðinu.

Deila