function change_read_more_text($more) { return '... Your Custom Text'; } add_filter('excerpt_more', 'change_read_more_text'); Lesa meira

Náttúrustofa Vesturlands

Náttúrustofa Vesturlands hefur komið að starfsemi umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness frá upphafi; starfsfólk Náttúrustofunnar sat í Framkvæmdaráði Snæfellsness sem fór fyrir verkefninu og átti þátt í að þróa stefnu og framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna. Frá árinu 2005 hefur starfsmaður Náttúrustofunnar unnið með sveitarfélögunum að verkefninu í hlutastarfi. Að auki hefur Náttúrustofan komið að ráðgjöf og fræðslu til almennings um umhverfismál fyrir íbúa og gesti sem hingað koma.

Menja von Schmalensee, sviðstjóri NSV, heldur erindi fyrir erlenda háskólanema 2018. ljósm. Guðrún M. Magnúsdóttir.

Náttúrustofa Vesturlands er staðsett í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar við Hafnargötu. Starfsemi Náttúrustofunnar snýr helst að vistfræðirannsóknum, sérstaklega á spendýrum og fuglum, og hefur bæði verið beitt hefðbundnum aðferðum vistfræðinnar og erfðafræðilegum aðferðum til að svara vistfræðilegum spurningum. Einnig hefur Náttúrustofan komið talsvert að málefnum náttúruverndar með beinum og óbeinum hætti.

Helstu verkefni Náttúrustofu Vesturlands eru skv. lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur:

  • að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.
  • að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga.
  • að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni.
  • að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila.
  • að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.

Deila