Byggðasamlag Snæfellinga hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vekja athygli meðal háskólanemenda á ýmsum sviðum. Nú þegar má nefna dæmi um þrjú verkefni sem þegar er lokið, þar sem umhverfisvottun Snæfellsness kemur við sögu.
- Eitt var meistarprófsverkefni við Háskólasetur Vestfjarða og nefnist Is EarthCheck Community Standard an Effective Sustainable Tourism Management Tool og er eftir Lindsey Church, 2011.
- Annað verkefnið var lokaverkefni í viðskiptafræði við Hákólann á Bifröst, eftir Björgu Guðmundsdóttur. Verkefninu var lokið vorið 2012 og ber það nafnið Snæfellsnes – umhverfisvottað ferðaþjónustusvæði.
- Þriðja verkefnið var lokaverkefni Venusar Kranz frá Háskólanum í Lundi, sem unnið var í samvinnu við Stefán Gíslason. Í framhaldi af því skrifuðu þau Venus og Stefán ítarlega skýrslu, Hållbarhetscertifiering av turistdestinationer. Utredning av möjligheter i en nordisk kontext: Befintliga standarder eller ett nytt nordiskt system? fyrir norrænu ráðherranefndina árið 2012.