Sveitarfélögin Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær eru grænjaxlar, en svo kallast þátttakendur í verkefninu Grænn apríl

Á heimasíðu Græns apríl segir að um sé að ræða verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi. Með sameinuðu átaki er ætlunin að gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla Íslendinga. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.graennapril.is. Þar má meðal annars hlusta á viðtöl við forsvarsmenn sveitarfélaganna og nálgast upplýsingar um umhverfismál á Snæfellsnesi sem og á Íslandi öllu.

Þrátt fyrir að á Snæfellsnesi séu allir mánuðir grænir hefur verið ákveðið að fagna apríl sem skærgrænum og nýta tækifærið til þess m.a. að halda íbúafundi um EarthCheck umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Fundirnir verða auglýstir nánar fljótlega en nú er leitað heppilegrar tímasetningar. Vegna anna er mögulegt að einhverjir þeirra verði haldnir í maí – sem verður eins og aðrir mánuðir grænn á Snæfellsnesi.

Deila