Frétt af heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is.

Í vor fengu leikskólabörnin á leikskólanum Krílakoti í Snæfellsbæ að setja niður útsæði í kartöflukassana sem smíðaðir voru fyrir leikskólann í tenglum við verkefnið „skóli á grænni grein“. Mikill áhugi ríkti meðal allra og fylgst var reglulega með kartöflugrösunum stækka. Í ágústlok var farið í að taka upp kartöflur, uppskeran var mjög góð og kartöflurnar hinar ljúffengustu, enda alltaf bestu kartöflurnar sem maður ræktar sjálfur.

Deila