Framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna vegna umhverfisvottunar og sjálfbærnistefnu hefur verið endurnýjuð. Skjalið er eitt af því sem leggur grunninn að umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness og er lýsing á helstu umhverfistengdum verkefnum sveitarfélaganna næstu fimm árin.

Í fyrri hluta framkvæmdaáætlunarinnar má meðal annars finna forsögu og eðli verkefnisins, kröfur sem EarthCheck samtökin gera og hvernig stjórnun og framkvæmd verkefnisins er háttað. Í þeim síðari má finna hina eiginlegu framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára með áherslu á verkefni núverandi tímabils.

Íbúar og hagsmunaaðilar Snæfellsness eru hvattir til þess að kynna sér framkvæmdaáætlunina, en hana er hægt að nálgast hér.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar (gudrun@nsv.is).

Deila