Ýmis verkefni

Margt af því góða sem við höfum og lítum á sem sjálfsagða hluti í dag, voru mikilvægir áfangar og framfaraskref á sínum tíma. Þetta á við um ýmsa áfanga í umhverfismálum á Snæfellsnesi. Þó alltaf megi gera betur er mikilvægt að halda til haga þeirri vinnu sem stjórnendur og íbúar svæðisins hafa lagt á sig varðandi úrbætur í umhverfismálum á liðnum árum.

Hér fylgja nokkur dæmi um verkefni, stór og smá, sem tengjast vottunarvinnu síðustu ára beint eða óbeint:

 • Endurskipulagning á rekstri sveitarfélaganna hvað varðar gagnsæi og rekjanleika upplýsinga.
 • Skráningarkerfi, nokkurs konar „grænu bókhaldi“, komið á fót þar sem fylgst er með ýmsum umhverfisvísum, til dæmis orku- og efnanotkun. Það veitir aukna yfirsýn og nýtist til að koma í veg fyrir að við göngum of nærri náttúrunni, auk þess sem það nýtist til sparnaðar í rekstri.
 • Sameiginleg innkaupastefna sveitarfélaganna þar sem leitast er við að minnka innkaup og kaupa sem hæst hlutfall umhverfisvottaðra vara.
 • Gríðarlegar framfarir í sorpmálum.
 • Öflug vinna að umhverfismálum í leik- og grunnskólum sem allir eru þátttakendur í Grænfánaverkefninu.
 • Höfnin í Stykkishólmi hefur flaggað Bláfánanum átta ár í röð auk þess sem fáninn blakti við hún við Arnarstapahöfn árin 2008 og 2009.
 • Heimasíða, www.nesvottun.is, stofnuð þar sem íbúar og aðrir áhugasamir geta fengið grunnupplýsingar um verkefnið og framgang þess. Fésbókarsíða, Umhverfisvottun Snæfellsness, nýtt til að kynna verkefnið og uppfræða almenning um umhverfismál og sjálfbærni samfélaga.
 • Sveitarfélögin tóku þátt í minkaveiðiátaki á tímabilinu 2007-2010 sem skilaði sér í mikilli fækkun minka, auk þess sem Stykkishólmsbær hóf átak gegn ágengum plöntum í fyrrasumar.
 • Bæklingur fyrir ferðamenn um Snæfellsnes.
 • Fræðsluskilti um jarðfræði Kirkjufells og fuglalíf við Grundarfjörð.
 • Gönguleiðin um Kambsskarð stikuð og hnitsett og til stendur að setja fræðsluskilti við hana.
 • Fyrirtæki eru að byrjuð að nýta sér umhverfisvottunina í markaðssetningu vöru og þjónustu.
 • Haustið 2011 stóð Framkvæmdaráð Snæfellsness fyrir ráðstefnu sem bar nafnið ,,Umhverfisvottað Vesturland”. 
 • Síðast en ekki síst hefur umhverfisvitund íbúa aukist og þeir farnir að gera meiri kröfur til sveitarfélaga sinna hvað varðar umhverfismál.
Deila