Stefna og framkvæmdaáætlun

Markmið og stefna

Hluti af EarthCheck vottunarverkefninu sem sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull standa að felst í því að sættast á sameiginlega stefnumótun í sjálfbærri þróun í umhverfis- og samfélagsmálum á Snæfellsnesi með aðaláherslu á ferðaþjónustu. Stefnumótunin leggur síðan grunninn að framkvæmdaáætlun sem gert er ráð fyrir að sveitarfélögin og aðilar innan þeirra fylgi sameiginlega eftir. Stefnan er endurskoðuð árlega og samþykkt af forsvarsmönnum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Hér má sækja sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Snæfellsnesi um sjálfbæra þróun í umhverfis- og samfélagslegu tilliti.

Framkvæmdaáætlun

Annar þáttur sem snemma þurfti að huga að þegar við upphaf verkefnisins var framkvæmdaáætlun fyrir Snæfellsnesið. Framkvæmdaáætlun gefur sveitarfélögunum tækifæri til þess að vinna skipulega að úrbótum í samfélaginu og gefur vottunaraðilum möguleika á að fygljast grannt með framförum. Við úttekt á svæðinu er meðal annars skoðað hvort settum verkefnum í framkvæmdaáætlun hafi verið framfylgt.

Ætlast er til þess að framkvæmdaáætlun sé endurskoðuð árlega og samþykkt af Framkvæmdaráði Snæfellsness. Hér má finna Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2018-2022.