Endurnýjuð framkvæmdaáætlun 2018-2022

Eitt af grundvallarskjölum umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness er svokölluð Framkvæmdaáætlun Snæfellsness. Áætlunin er gerð til fimm ára í senn og þar kemur fram í hvaða verkefni sveitarfélögin muni ráðast til að bæta frammistöðu sína með tilliti til sjálfbærnivísa og umhverfismála almennt.

Áætlunin hefur nú verið samþykkt í öllum þeim fimm sveitarfélögum sem að verkefninu standa. Settur er fram verkefnalisti til ársins 2022 með það í huga að auðvelda yfirsýn, sem m.a. er gert með því að hafa ákveðin þemu eftir árum.

Við gerð áætlunarinnar var leitast við að byggja á reynslu fyrri ára, hafa framsetningu einfalda og skipulega, útfæra raunhæf verkefni, tilgreina tímamörk og skilgreina ábyrgðaraðila hvers verkefnis.

Hægt er að nálgast Framkvæmdaáætlun vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna fimm hér.

Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar (gudrun@nsv.is)

Skapandi hugmyndasamkeppni – Margnota Snæfellsnes

Næstu vikurnar mun verkefnið Margnota Snæfellsnes standa yfir og biðjum við þig kæri íbúi að taka virkan þátt, í vinnunni, á heimilinu eða á ferðinni. Sem framleiðendur og neytendur er það undir okkur komið að líta í kringum okkur, sjá hvað má fara betur og hvernig við getum unnið í sameiningu. Verum hagnýtari og fyrirmyndir fyrir hvort annað og komandi kynslóðir. Margnota lífstíll borgar sig margfalt fyrir samfélag, efnahag og umhverfi — þetta tvinnast allt saman!

Íbúar á öllum aldri eru hvattir til þess að taka þátt í þessari skapandi hugmyndasamkeppni í tengslum við verkefnið. Frekari upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér að neðan:

Skref í rétta átt!

Þessa dagana er ritið Skref í rétta átt á leiðinni á öll heimili á Snæfellsnesi en í því er fjallað um umhverfisvottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og hverju hún hefur skilað. Fyrir útgáfu ritsins standa Framkvæmdaráð Snæfellsness og Náttúrustofa Vesturlands en útgáfan var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Í ritinu er meira en áratugar saga umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness rakin og verkefnið útskýrt. Um leið er reynt að reynt að svara þeim spurningum sem forsvarsmenn verkefnisins hafa fengið í gegnum tíðina.

Með ritinu fylgir margnota innkaupapoki merktur umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness og er hann gjöf frá sveitarfélögunum á Snæfellsnesi. Á honum er að finna slagorðin hugsum áður en við kaupum og hugsum áður en við hendum. Íbúar eru hvattir til þess að tileinka sér þessi einkunnarorð um leið og skorað er á alla að hætta að nota plastburðarpoka og leggja með því grunn að plastpokalausu Snæfellsnesi.

Ritinu og pokanum var ekki dreift á heimili þar sem fjölpóstur hefur verið afþakkaður. Því fólki er velkomið að láta vita hjá sínu sveitarfélagi.   

Endurnýjuð framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna 2016-2020

Framkvæmdaáætlun er eitt af grundvallarskjölum umhverfisvottunarverkefnis Snæfellsness. Vottunarsamtökin gera kröfur til þess að sveitarfélögin setji sér fram
kvæmdaáætlun til fimm ára í senn, sem svo er endurskoðuð árlega.

Eins og nafnið bendir til er það lýsing á helstu umhverfistengdu verkefnum sveitarfélaganna komandi ár. Við gerð hennar þarf að finna jafnvægi á milli metnaðar og væntinga um framfarir annars vegar og raunsæi með tilliti til fjárveitinga hins vegar.

Í febrúar síðastliðnum samþykkti Framkvæmdaráð Snæfellsness endurskoðaða framkvæmdaáætlun fyrir sveitarfélögin fimm og hana má nálgast hér.