Teymi umhverfisvottunar

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri umhverfisvottunar Snæfellsness er Guðrún Magnea Magnúsdóttir, fædd og uppalin á Snæfellsnesi. Guðrún útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga, er með BA próf í mannfræði (2013) frá Háskóla Íslands og MA próf í þróunarfræðum og alþjóðasamskiptum (2015) frá Aalborg Universitet.

Guðrún starfar fyrir Byggðasamlag Snæfellinga og hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins, veitir fræðslu og ráðgjöf um verkefnið og umhverfismál, sækir um styrki og á í samskiptum við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Hennar aðalmarkmið er að stuðla að úrbótum á vottunarkerfinu og vinna að framförum í umhverfismálum sveitarfélaganna.

Skrifstofa verkefnastjórann er Náttúrustofu Vesturlands, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi. Netfangið er gudrun@nsv.is og símanúmer er 433 8121.

 

Tengiliðir

Tengiliðir umhverfisvottunar fagna fagna platínuvottun júní 2018.
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness og tengiliður umhverfisvottunarverkefnisins og hagsmunaaðila Snæfellsness í landbúnaði, sjávariðnaði, ferðaþjónustu o.fl. Ragnhildur býr á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ ásamt fjölskyldu sinni.
  • Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar, er tengiliður verkefnisins í Grundarfirði. Sunna er menntaður bókasafns og upplýsingafræðingur og félagi í Skógræktarfélagi Eyrarsveitar.
  • Jón Sindri Emilsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, er tengiliður verkefnisins í Stykkishólmi.
  • Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar, er tengiliður verkefnisins í Snæfellsbæ.