Teymi umhverfisvottunar

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri umhverfisvottunar Snæfellsness er Guðrún Magnea Magnúsdóttir, fædd og uppalin á Snæfellsnesi. Guðrún útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga, er með BA próf í mannfræði (2013) frá Háskóla Íslands og MA próf í þróunarfræðum og alþjóðasamskiptum (2015) frá Aalborg Universitet.

Guðrún starfar fyrir Byggðasamlag Snæfellinga og hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins, veitir fræðslu og ráðgjöf um verkefnið og umhverfismál, sækir um styrki og á í samskiptum við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Hennar aðalmarkmið er að stuðla að úrbótum á vottunarkerfinu og vinna að framförum í umhverfismálum sveitarfélaganna.

Skrifstofa verkefnastjórann er Náttúrustofu Vesturlands, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi. Netfang er gudrun@nsv.is og símanúmer er 433 8121.

 

Tengiliðir

15/09/2012