Hvað vilt þú sjá gert í umhverfismálum í þínu sveitarfélagi? Hér getur þú komið á framfæri tillögum að verkefnum í þágu umhverfis og samfélags á Snæfellsnesi – nafnlaust.

Nálgast má könnunina hér með því að smella hér, en aðeins er um eina spurningu að ræða.

Framkvæmaáætlun Snæfellsness vegna umhverfisvottunar er verkfæri sveitarfélaganna til að skila betri árangri og vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga á Íslandi, og víðar. Dæmi um slík verkefni eru t.d. skráningakerfi á akstri á vegum sveitarfélags og aðgerðir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, fræðsluerindi um úrgangsmál eða framkvæmd á áningastað sem hefur það að leiðarljósi að vernda náttúru og stuðla að öryggi íbúa og gesta.

Verkefni framkvæmdaáætlunar eru fjölbreytt og falla öll undir eftirfarandi lykilsvið:

 1. Orkunýting- sparnaður- og stjórnun
 2. Losun gróðurhúsalofttegunda
 3. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
 4. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
 5. Stjórnun fráveitumála og yfirborðsvatns
 6. Verndun og stjórnun vistkerfa
 7. Skipulags- og byggingarmál
 8. Samgöngur
 9. Stjórnun úrgangs í föstu formi
 10. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
 11. Stjórnun félags- og menningarmála
 12. Stjórnun efnahags

Hér má sjá Framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi vegna umhverfisvottunar 2021-2025

Deila