Árangur

Þátttaka í vottunarferli stuðlar að bættri gæðastjórnun með því að auka gegnsæi upplýsinga, bæta verk- og pappírsferla og gefa betra yfirlit yfir notkun náttúruauðlinda. Krafan um úttekt þriðja aðila felur í sér mun meira aðhald og eftirfylgni en til dæmis í hefðbundinni Staðardagskrárvinnu. Við fáum haldbærar upplýsingar um frammistöðu og er kerfið því líklegra til þess að skila raunverulegum árangri í átt til sjálfbærni. Árangur er metinn af óháðum aðila og þarf að standast skilgreinda staðla og viðmið og eykur þannig trúverðugleika sjálfbærnivinnu sveitarfélaganna.

Hér er hægt að finna upplýsingar um svokallaða sjálfbærnivísa sem mældir eru á Snæfellsnesi í tengslum við vottunina.

Hér er hægt að finna upplýsingar um ýmis verkefni sem ráðist hefur verið í í tengslum við umhverfisvottun Snæfellsness.