Ísland fyrst í Evrópu
Í gær, 8. júní, tóku sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á móti skjölum til staðfestingar því að hafa hlotið umhverfisvottun frá Green Globe vottunarsamtökunum. Viðstaddir hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Alþingis og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis, Sturla Böðvarsson, þingmenn, sveitarstjórnafólk og fjöldi annarra gesta.…