Framkvæmdaáætlun 2021-2025

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2021-2025 vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna fimm hefur verið birt. Framkvæmdaáætlunin tekur m.a. mið af frammistöðu síðastliðinna ára og svæðisbundnum áhættuþáttum. Skjalið er eitt af því sem leggur grunninn að umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness og er lýsing á helstu umhverfis- og samfélagstengdum verkefnum sveitarfélaganna næstu fimm ára. Meðal verkefna sem umhverfisvottun Snæfellsness stefnir á að ráðast í…

Deila

Umhverfisvottunarverkefnið óskar eftir tillögum að verkefnum í framkvæmdaáætlun 2021-2025

Umhverfisvottunarverkefnið óskar eftir tillögum að verkefnum í framkvæmdaáætlun 2021-2025 Undirbúningur að framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi vegna verkefna í þágu umhverfis og samfélags er hafinn. Í henni koma fram verkefni sem hvert sveitarfélag og umhverfisvottunarverkefnið stefna á að fara í næstu fimm árin. Til dæmis má nefna fyrrum verkefni: Fræðsla um umhverfismál í skólum. Breyting á…

Deila

Af hverju að velja umhverfismerkt?

Áreiðanleg umhverfismerki á hreinsivörum og pappír eru okkur á Snæfellsnesi mikilvæg. Margir kannast eflaust við umhverfismerki eins og Svaninn, Evrópska blómið eða Bláa engilinn. En hvað þýðir það þegar vara er með áreiðanleg umhverfismerki? Umhverfismerkt vara sýnir að hún er í hæsta gæðaflokki, staðfest með úttekt þriðja aðila. Metið er út frá því hvernig varan…

Deila

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2019-2023

Framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna vegna umhverfisvottunar og sjálfbærnistefnu hefur verið endurnýjuð. Skjalið er eitt af því sem leggur grunninn að umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness og er lýsing á helstu umhverfistengdum verkefnum sveitarfélaganna næstu fimm árin. Í fyrri hluta framkvæmdaáætlunarinnar má meðal annars finna forsögu og eðli verkefnisins, kröfur sem EarthCheck samtökin gera og hvernig stjórnun og framkvæmd verkefnisins er…

Deila

Sameiginleg stefna á Snæfellsnesi um sjálfbæra þróun

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi skrifuðu nýlega undir stefnu svæðisins um sjálfbæra þróun. Stefnan er liður í umhverfisvottunarverkefninu og staðfestir markmið sveitarfélaganna að verða umhverfisvænni frá ári til árs. Íbúar og hagsmunaaðilir Snæfellsness eru hvattir til þess að kynna sér sjálfbærnistefnu sveitarfélaganna og umhverfisvottunarverkefni – saman náum við árangri í umhverfismálum.

Deila