Umhverfisvottun Snæfellsness
Stefna og framkvæmdaáætlun
Vottunarskýrslur frá EarthCheck
Byggðasamlag Snæfellinga

Sameiginleg stefna á Snæfellsnesi um sjálfbæra þróun

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi skrifuðu nýlega undir stefnu svæðisins um sjálfbæra þróun. Stefnan er liður í umhverfisvottunarverkefninu og staðfestir markmið sveitarfélaganna að verða umhverfisvænni frá ári til árs. Íbúar og hagsmunaaðilir Snæfellsness eru hvattir til þess að kynna sér sjálfbærnistefnu sveitarfélaganna og umhverfisvottunarverkefni – saman náum við árangri í umhverfismálum.

Deila

Umfjöllun um árangur Snæfellsness

Vottunaraðilinn EarthCheck birti á dögunum umfjöllun um árangur Snæfellsness í umhverfis- og samfélagsmálum. Í henni er meðal annars farið yfir það hvernig okkur hefur gengið að minnka sorpmyndun og plastnotkun, strandhreinsunarverkefnið og ýmsar áskoranir. Það er mjög ánægjulegt að sjá svona samantekt af árangri okkar sem samfélag og ljóst að við erum langt á veg…

Deila

Vel heppnuð strandhreinsun

Frábær þátttaka var á strandhreinsun á Snæfellsnesi um helgina. Strandhreinsunarverkefnið var hluti af Norræna strandhreinsideginum, en hreinsanir voru einnig á tveim öðrum landsvæðum. Á Snæfellsnesi var hreinsað á fjórum svæðum í góðu veðri: við Grundarkamp í Grundarfirði, Fúluvík og nágrenni í Stykkishólmi og á tveim svæðum í Snæfellsbæ; á Hraunlandarifi við Breiðavík og Beruvík í…

Deila

Umhverfisvottunarverkefni til Azoreyja

Azoreyjar er eyjaklasi sem samanstendur af níu eyjum og tilheyrir Portúgal, en nýtur sjálfstjórnar. Eyjarnar liggja á Mið-Atlantshafshryggnum líkt og Ísland og eiga svæðin tvö margt sameiginlegt jarðfræðilega. Virk eldfjöll, ölkelduvatn, jarðhitavirkni, svartar strendur, hraunbreiður og stuðlaberg eru meðal einkenna sem má sjá á eyjunum og Íslandi. Staðsetning við miðbaug hefur hins vegar mjög mikil…

Deila