Umhverfisvottun Snæfellsness
Stefna og framkvæmdaáætlun
Vottunarskýrslur frá EarthCheck
Byggðasamlag Snæfellinga

Færeyskt Staðardagskrárfólk í heimsókn

Síðastliðinn fimmtudag kom 30 manna hópur frá Færeyjum í heimsókn á Snæfellsnes til að kynna sér samstarf sveitarfélaganna um Green Globe vottunarferlið. Í Stykkishólmi fékk hópurinn kynningu á verkefninu. Heimsóknin var liður í tveggja daga Íslandsferð hópsins. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, tók á móti þeim í Vatnasafninu en síðan skoðuðu þeir höfnina sem flaggar nú…

Deila

Grænfáninn dreginn að hún við Lýsuhólsskóla

Í gær, þann 30. maí, var nýr Grænfáni dreginn að húni við Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn fær þessa viðurkenningu en Grænfáni er fjölþjóðleg viðurkenning fyrir gott umhverfisstarf í skólum. Landvernd heldur utan um verkefnið á Íslandi og fulltrúar Landverndar afhentu fánann. Í tilefni dagsins var haldin hátíð þar sem…

Deila

Grunnskólinn og leikskólinn í Stykkishólmi hljóta Grænfánann

Grænfáninn er líkt og Bláfáninn, alþjóðleg viðurkenning á að skólarnir hafa náð að uppfylla ákveðin skilyrði í umhverfismálum. Til að fá fánann þá skráðu skólarnir sig í verkefnið „á grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Í því verkefni stíga skólarnir skrefin sjö í umhverfismálum og þegar…

Deila

Bláfáninn veittur Stykkishólmshöfn í fimmta sinn

Bátahöfninni í Stykkishólmi hefur verið veittur Bláfáninn 2007. Þetta er í fimmta sinn sem Stykkishólmshöfn er afhentur Bláfáninn en höfnin var fyrsta höfnin á Íslandi til að fá afhentan fánann. Fáninn er vitnisburður um að kappkostað er að vernda umhverfið, tryggja öryggi gesta og góða aðstöðu við höfnina og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.…

Deila